Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Minning Kristinn Óskarsson fv. lögregluþjónn

 Ég hitti Kidda frænda fyrst 2ja ára gömul, en þá fór mamma með mig upp á lögreglustöð að skipta um heimilisfang og heimóttum við þá frænda í leiðinni. Ég var ofboðslega hrifin af öllum gyltu hnöppunum. Mér skilst að hinir lögregluþjónarnir hafi orðið hrifnir af mér þar sem ég ekki eldri en þetta talaði íslensku við frænda en ekki barnamál .Þá fékk ég að sjá enn fleiri gyllta hnappa. Ekki leiðinlegt hjá mér , mamma átti í erfiðleikum með að fá mig með heim ,ég var nú aldrei erfitt barn er mér sagt en ég vildi verða eftir hjá frænda.

Þegar ég var ca.3ja ára handtók Kiddi frændi mömmu í fullum skrúða niður á Laugarvegi . Ég varð smá hrædd en ég var fyrir framan þau  með ömmu og afa sem voru í heimsókn frá Ísafirði. En þegar allir fóru að hlæja áttaði ég mig á að Kiddi frændi var bara að grínast. Hann myndi aldrei handtaka mömmu mína .

þetta er mín fyrsta minning af honum kidda frænda mínum. Svo liðu árin og við hittumst ekkert því miður .  Ég var komin að þrídugu þegar ég hitti Kidda frænda næst. Hann kom í heimsókn í Strandaselið og þá var frændi orðin ansi fullorðin en bar það ekki með sér keyrði bíl . Það var mjög gaman að tala við hann, ég sagði honum frá ferð minni til Nýja Sjálnds sem ég fór í Des1997 og kom heim Jan 1998 ,ég var að heimsækja móðurbróður minn og fjölskyldu . Frænda fannst þetta merkilegt að ég  hefði drifið mig yfir hálfan hnöttinn og enginn í fjölskyldunni búin að fara nema bróðurdóttir mömmu. En það skal tekið framm  að það fynnst kanski merkilegt við að ég fór út að ég fór ein og er hreyfihömluð en er ekkert að gorta mig af því . Mig langaði mikið og þá var að drífa sig. Ég tók líka mikið af myndum sem frænda fannst mjög gaman að sjá af frændfólki sem hann hafi aldrei séð

Eftir þessa heimsókn kom frændi reglulega á meðan hann hafði heilsu til og svo var alltaf regluegt símasamaband. Mamma var nýbúin að tala við Ágústu í síma þegar frændi kvaddi þennan heim en við vissum að hverjum stemdi.

 

Ég votta Ágústu og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð,

blessuð sé minning frænda

Elísabet Sigmarsdóttir


Höfundur

Elísabet Sigmarsdóttir
Elísabet Sigmarsdóttir

Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum, börnum og eldamensku. Ég hef ferðast töluvert.t.d til Nýja Sjálands sem var alveg æðislegt, er mjög ánægð með að hafa gert það áður en ég þurfti að láta undan þróskunni og setjast alveg í hjólastól en það eru 10 ár síðan ég þurfti að gera það , sama ár og ég fór og ég kom heim frá NZ.

esigmarsdottir@simnet.is

------------------------------------

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Smelltu á þetta...

Ég er hér, kýktu<<<<<<<<<<

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband