Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Yndisleg heimsókn

Á Miðvikudaginn fyrir viku fékk ég alveg yndislega heimsókn. Hún Jóhanna frænka mín frá Valshamri kom í fyrsta skipti. Jóhanna er amma Palla Rósinkranz, og móðir Siggur Guðna en þau eru nú samt ekki mæðginSmile ha ha hæ Jóhanna er 8o ára gömul. Hún er alveg ótrúlega hress, keyrir um alla borg. Margir eiga ekki auvelt með að rata hingað til mí í fyrstu tilraun , villast aðeins . Enda fynnst mér vera boðið upp á það . Jóhanna frænk rataði í fyrstu tilraun. Ekki málið Smile

 

Jóhanna frænka og Elísabet

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jóhanna frænka og Elísabet

Mamma og Jóhanna frænaka

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Katý (mamma ) og Jóhanna frænka, það er ekki frítt við svip af ömmu - Betu á Jóhönnu á þessari mynd. 


Jólakortasala Einstakra barna í Smáralindinni

Mig langr að mynna á Jólakortasölu sem Einstök börn verða með í Smáralindinni,mættum kl.11  að selja jólkortin okkar. Því miður kem ég myndinni af kortinu ekki  inn , en hún er mjög jólaleg eftir listakonuna Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttir . Kortið er 12*17 og passar fyrir mynd .

Verð 10 stk, 1000 kr  Við verðum í Smáralindinni til kl.17 í dag hjá Hagkaup og fra kl. 13-17 á morgun Sunnudag. Hlakka til að sjá ykkur.

 


Komin aftur

Þó að ég hverfi úr bloggiheimum í einhvern tíma þá þýðir það ekki að ég sé advinnulaus bloggari eða aumingi sem ónefnd útvarpskona sagði í morgun , hún bætti reyndar aumingjanum við í þætti sínum í morgun . Staðreyndin er reyndar sú að ég er óvinnufær bloggari en hún vildi meina að við hefðum ekkert að gera nema að blogga. En síðan mín er gott dæmi um annað. Ég hef ekki haft tíma til að blogga síðan já, ég man ekki hvenær ,jú ég setti inn afmæliskveðju 20. okt. sl. Mér var gefin sá hæfileiki að mér leiðist alldrei , hef alltaf til eithvað fyrir stafni. Ég veit að það er ekki öllum þetta gefið og er ég bara heppin með þetta Í þessum ónefnda þætti hefur líka verið talað um nafnlaust blogg og hefur Jón Valur verið duglegur að tala um hvorutveggja sem ég hef verið að nefna en ég vil meina að við sem setjum fullt nafn inn þegar við stofnum síðuna , bloggum undir fullu nafni þó að ég t.d kalli mig Lísó. Það er hægt að breyta því að mig minnir undir stillingar. Þá kemur það nafn sem fólk hefur sett þar sem flestir setja fullt nafn . Persónuleg fynnst mér að fólk eig að blogga undir nafni.

Ég er farin að undirbúa jólin þannig að ég er byrjuð að búa til jólakotin í tölvunni , er að læra á forrit í tölvunni minni þar sem ég get búið til kort með myndum sem ég á, þetta er ferlega sniðugt og sérlega fyrir okkur sem ekki getum skrifað með penna. 

Forritið sparar mér mörg þúsun kr. Reyndar hún Adda vinkona mín líka þar sem hún er að kenna mér á forritið .

Ég var líka að pakka jólakortum fyrir Einstök börn , félag barna með sjaldgæfa,alvarlega sjúkdóma. Kortin eru mjög falleg í ár. Það eru 10 kort í pakkanum og kosta 1000 kr.  Ég hvet alla að koma í Smáaralindina á helginnni og kaupa kort hjá okkur í Einstökum börnum.

Ég ætla að reyna að útvega mér mynd af kortinu og setja hana hér inn. 


Höfundur

Elísabet Sigmarsdóttir
Elísabet Sigmarsdóttir

Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum, börnum og eldamensku. Ég hef ferðast töluvert.t.d til Nýja Sjálands sem var alveg æðislegt, er mjög ánægð með að hafa gert það áður en ég þurfti að láta undan þróskunni og setjast alveg í hjólastól en það eru 10 ár síðan ég þurfti að gera það , sama ár og ég fór og ég kom heim frá NZ.

esigmarsdottir@simnet.is

------------------------------------

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Smelltu á þetta...

Ég er hér, kýktu<<<<<<<<<<

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband