Leita í fréttum mbl.is

Jólin mín

Ég er búin að eiga alveg yndisleg jól. Á Aðfangadagskvöld vorum við hja systur dóttur mömmu , systir hennar og mágur voru þar líka. Við vorum þar í mat. Við vorum 9 í mat með heimilisfólkinu en þegar líða tók á kvöldið og stækkaði þá fjölskyldan og við vorum 14 í allr með 3 börnum . Þetta var alvegeg yndislegt kvöld. Það er ein 4ra ára skrudda á heimilinu sem heitir Bryndís og virtist hún vera orðin spennt inn í sér þegar við vorum að borða, þegar við vorum að borða eftir réttin fór hún í dóttið sítt og var hin rólegasta , þegar búið var að borða og allir tilbúnir í stóru stundina , kallaði mamma hennar í hana og sagði henni að kom því að við værum að fara að opna pakkana , þa´sagði sú stutta, ekki alveg strax, biddu aðeins! Ég hef nú verið nálægt mörgum börnum á jölunum en ekkert þeirra verið svona rólegt þó að einn pakki hafi dugað. En svo var þetta voðalega spennndi þegar hún kom niður og fór að rétta okkur hinum pakkana okkar og sá svo hvað hún átt sjálf marga pakka. Andrea systir hennar sem er 16 ára hjálpaði henar og svo kom mamma og svolítið líka. þetta var svo ofboslega mikið.

Sjálf fékk ég 12 pakka þó að ég sé orðin fullorðin frá foreldrum ,öðrum fjölskyldu meðlimum og vinkonum og svo veit ég að það er pakki á leið frá Nýja Sjálandi. Það kom dagatal frá teindamóðir bróður hennar mömmu sem býr út í N.Z  með mjög fallegum myndum. 

Ég get ekki sett inn myndir í kvöld , myndirnar eru í hinni tölvunni. Vona að ég geti það á morgun.

Kærleikskveðka.

 


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól elskan

Erna (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Takk sömuleiðis kæra vinkona

Elísabet Sigmarsdóttir, 27.12.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sigmarsdóttir
Elísabet Sigmarsdóttir

Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum, börnum og eldamensku. Ég hef ferðast töluvert.t.d til Nýja Sjálands sem var alveg æðislegt, er mjög ánægð með að hafa gert það áður en ég þurfti að láta undan þróskunni og setjast alveg í hjólastól en það eru 10 ár síðan ég þurfti að gera það , sama ár og ég fór og ég kom heim frá NZ.

esigmarsdottir@simnet.is

------------------------------------

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Smelltu á þetta...

Ég er hér, kýktu<<<<<<<<<<

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband