Leita í fréttum mbl.is

Ég er komin aftur

Ég held að það sé komin tím á færslu hjá mér,ég hef reyndar ekki setið verkefna laus frekar en fyrri daginn. Í lok Jan skall á mig eitt ár og var það sárt(skellurinn) þar sem þetta var tugur. Ég fékk fjölskylduna mína sem er hér í bænum og hér á landi til mín og mikla hjálp hjá Jónheiði vinkonu , Bessy , Gerðu frænku og Fríði við að baka. Jónheiður var mín stoð og stitta þennan dag. Ef ekki hefði verið hún hefði ekkert afmæli orðið. þið sem hafið komið til mín , mynduð þið trúa því að við vorum 16 hér  í þessar frekar litlu íbúð og mér gekk ekkert ylla að komast um og allir höfðu sæti. Ég var mjög ánægð með daginn.

Ég fékk töluvert mikinn pening í afmælisgjöf ,ég er búin að kaupa mér kassa með hnifaparasetti fyrir 6 ,enda vantaði mig þetta alveg í búið. Einnig keypti ég mér brúna loðhúfu frá 66° Norður , mig er búið að langa í hana í 2 ár. Hún kemur sér vel i kuldanum. Svo er bara að vanda sig að fara ekki með peningin í neina vitleysu.

 Annars er ég búin að liggja í rúminu í viku með einhverja kvefpest, mér er sagt af lækni að þetta taki 7 - 10 daga. þannig að þetta ætti nú að fara að koma. Ég fékk rótsterkt sýklalyf sem er farið að vinna. 

Jæja ,ég er komin í bloggheima aftur og vona að það verði ekki langt í næsta blogg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra frænka

Seint kemur afmæliskveðja en kemur núna.......

Til hamingju með að vera komin á fimmtugsaldurinn.

Megi almáttugur Guð lækna þig og styrkja.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.2.2009 kl. 21:03

2 identicon

Sæl Elísabet mín, gott að sjá þig aftur það er orðið langt síðan við höfum spjallað á MSN en það var sniðugt hjá þér að láta vita af þér annað slagið á facebook, vonandi fer þessi veikindahrina að ganga yfir hjá þér.

Kveðja frá okkur Palla,

Þórunn

Þórunn Elísabet (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 10:06

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með afmælið elskan mín og flott að þú skildir fá svona pening,
Það er bara svo gott að eiga smá varasjóð ef manni skyldi langa í eitthvað.
Batni þér sem fyrst.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2009 kl. 13:37

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að sjá þig hér aftur.  Innilega til hamingju með afmælið, ég man hvað mér fannst þrjátíu erfitt en svo fjörutíu ekki neitt.  Vona að heilsan lagist fljótt, kær kveðja og hafðu það sem best.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 18:27

5 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Ég þakka ykkur kærleg fyrir hlý orð kæru bloggvinir og afmæliaskveðjurn!

Elísabet Sigmarsdóttir, 15.2.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sigmarsdóttir
Elísabet Sigmarsdóttir

Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum, börnum og eldamensku. Ég hef ferðast töluvert.t.d til Nýja Sjálands sem var alveg æðislegt, er mjög ánægð með að hafa gert það áður en ég þurfti að láta undan þróskunni og setjast alveg í hjólastól en það eru 10 ár síðan ég þurfti að gera það , sama ár og ég fór og ég kom heim frá NZ.

esigmarsdottir@simnet.is

------------------------------------

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Smelltu á þetta...

Ég er hér, kýktu<<<<<<<<<<

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband