Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Fæ ekki næga sjúkraþjálfun

Jæja kæru bloggvinir nú er loks komið að færslu sem þýðir að ég er ekki hætt að blogga eins og margir halda. Nei, eins og fyrri daginn er bara svo mikið að gera hjá mér. Ég er alltaf á leiðinn að skrifa færslu en þá er kanski að gera eithvað annað í tölvunni og ætla að geyma það smá og svo verð ég svo þreytt að ég verð oftast að leggja mig. Ég er nefnilega búin að vera í sjúkraþj. 3 í viku í ár ca. En Tryggingastofnun samþykkti bara 2 x sinnum og nú er komin sá tími að skiptunum verður að fækka út af beiðninni. Þetta er alveg fáranlegt þar sem sótt er um 3 svar í viku og læknirinn minn sem hefur þekkt mig í yfir 30 ár rökstutti vel ástæðuna fyrir því af hverju ég þarf svona mörg skipti.

Ég er búin að vera í sjúkraþjálfun í 20 ár og má alldrei taka hlé eins og langflestir gera. Frí eins og Páskafrí og Jólafrí eru mér afar erfið einnig er erfitt er ég missi úr tíma vegna veikinda.það er verið að halda mér við, það er líkamanum. Þegar ég byrjaði gekk ég við hækjur en í dag er í hjólastól sem gengur fyrir hjálparmótor. Sjúkdómurinn minn er þess eðlis að mér fer aftur með árunum . Smá dæmi, ég held ekki á síma lengur. En er ekki að kvarta, Sérfræðingurinn minn mun fara í þetta mál og sjá til þess að ég fái mín 3 skipti.


Höfundur

Elísabet Sigmarsdóttir
Elísabet Sigmarsdóttir

Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum, börnum og eldamensku. Ég hef ferðast töluvert.t.d til Nýja Sjálands sem var alveg æðislegt, er mjög ánægð með að hafa gert það áður en ég þurfti að láta undan þróskunni og setjast alveg í hjólastól en það eru 10 ár síðan ég þurfti að gera það , sama ár og ég fór og ég kom heim frá NZ.

esigmarsdottir@simnet.is

------------------------------------

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Smelltu á þetta...

Ég er hér, kýktu<<<<<<<<<<

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband