Leita í fréttum mbl.is

JET BLACK JOE Tónleikarnir - loksins

Já, nú er langt síðan ég hef getað látið heyra í mér. En þó liðnar séu 2 vikur síðan ég fór á tónleikana méð JET BLACK JOE þá verð ég að segja ykkur frá þessari frábæru upplifin. Palli byrjaði að syngja nokkur lög af sínum sólóferli , alveg meiriháttar. Á meðan Palli fór í rokkgallan , söng Edgar Smári nokkur lög. Svo komu Palli , Gunni Bjarni og restin af JET BLACK JOE . Þetta voru alveg frábærir tónleikar. þeir tóku öll gömlu góðu lögin . En hápúnkturinn var þegar hún frænka mín steig á svið ,það brjálaðist allt, enda hefur Sigga Guðna alldrei sungið Freedom opinberlega áður. 

Fyrir mér voru 2 hápunktar á þessum tónleikum þar sem ég fékk að fara bakvið og hitta Palla frænda minn og hana Siggu mína, þetta var þvílik uplifun og þakka ég Siggu fyrir að koma þessu fyrir . Ég hitti fullt af fólki sem ég hefði ekki hitt , sumt hafði ég séð áður sumt hitt en sumt alldrei séð og mun alldei sjá.

Cris sem kom með mér sem aðstoðar maður gerði lítið annað en að taka myndir fyrir mig enda er mikið til af myndum frá þessum tónleikum en aðeins brot komið hér, hann lagaði líka þær sem þurfti að laga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Elsku dúlla - takk fyrir falleg orð  þú ert alveg yndisleg og er stolt af því að eiga þig fyrir frænku !!!!

knús kveðjur

Sigríður Guðnadóttir, 1.6.2008 kl. 19:34

2 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Ég þakka líka fyrir falleg orð Sigga mín  ef þú ert ekki búin að sjá það þá er ég mjög stollt af því að eiga þig fyrir frænku. Þú ert líka alveg yndisleg og ég er mjög heppin.

Góð kveðja

Elísabet Sigmarsdóttir, 1.6.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl frænka.

Mikið hefur þetta verið skemmtilegt. Páll Rósinkrans hefur komið hingað og haldið tónleika. Ég var fljót að segja honum að hann ætti nóg af ættingjum hér úr Tröllatunguætt. Óskar Einarsson kom með honum og sá um músíkina. Þetta var magnað.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.6.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Það er ánægjulegt að þú skulir hafa getað upplifað þessa tónleika svo ekki sé minnst á að þú hafir getað séð hana Sigríði Guðnadóttur frænku þína syngja þetta frábæra lag. Ég efast ekki um að þetta hafi verið einstök upplifun fyrir þig og ekki síður fyrir Siggu og Palla að geta sungið fyrir þig þetta kvöld. Megirðu eiga margar slíkar ánægjustundir í framtíðinni. 

Kveðja Sölvi Breiðfjörð 

Sölvi Breiðfjörð , 5.6.2008 kl. 20:46

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hefur verið aldeilis flottir tónleikar Elísabet mín.  Knús á þig og takk fyrir kveðjuna skila líka kveðju til Rósu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sigmarsdóttir
Elísabet Sigmarsdóttir

Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum, börnum og eldamensku. Ég hef ferðast töluvert.t.d til Nýja Sjálands sem var alveg æðislegt, er mjög ánægð með að hafa gert það áður en ég þurfti að láta undan þróskunni og setjast alveg í hjólastól en það eru 10 ár síðan ég þurfti að gera það , sama ár og ég fór og ég kom heim frá NZ.

esigmarsdottir@simnet.is

------------------------------------

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Smelltu á þetta...

Ég er hér, kýktu<<<<<<<<<<

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband