Leita í fréttum mbl.is

Matmikli dagurinn

Í gær fór ég á kaffihús í hádeginu , ætlaði svo beint þaðan á meistaramótið á Kópavogsvelli en þar sem einhver breyting var og frændi minn var ekki að keppa fór ég ekki en seinnipartinn fór ég út að borða . Það var æðislegt . Við fórum á Kaffi París. Fengum frábæra þjónustu og frábæran mat.

IMG_1408

 

 

 

 

 

 

 

Ég og Didda á Kaffi París. (Sjáiði ísinn sem Didda fékk sér. nammmmm.

IMG_1409

 

 

 

 

 

 

 

                                                                                 Didda , Emilíta og ég að borða góðan mat LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl frænka.

Vegurinn til hjartans liggur um magann.

Glæsilegt hjá ykkur.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.7.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já enginn smá ís hér á ferðinni Beta mín.  Það er gaman að borða góðan mat í góðum félagsskap.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Ein-stök

Þetta hefur verið yndislegt  Alltaf gaman að borða góðan mat og eins og Ásthildur segir; góður matur í góðum félagsskap.. fátt sem toppar það.

Ein-stök, 8.7.2008 kl. 17:09

4 Smámynd: Halla Rut

Hæ, og takk fyrir að vilja verða bloggvinur minn.

Varst þú búin að finna einhvern til að vera í liðveislu hjá þér. Ef ekki þá var ég að spá í að auglýsa þetta á minni síðu líka og kannski biðja aðra um að gera það sama. Bara hugmynd.

Láttu mig vita halla@kjosehf.is

Halla Rut , 15.7.2008 kl. 19:38

5 Smámynd: Gúnna

Það er SVO gaman að setjast stundum á kaffihús - sérstaklega með góðum vinum og dekra við bragðlaukana

Gúnna, 17.7.2008 kl. 02:00

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð Elísabet, er að vitja þín hér í fyrsta skipti, ég bý á Húsavík, en bjó á Ísafirði frá 1997-2005 ert þú þaðan, spyr út af myndinni á bannernum.
Ég sá beiðni þín um liðveislu á síðu bloggvinar míns og fór inn á hjá Höllu Rut og tók beiðnina þaðan og setti líka á mína síðu, ég trúi ekki öðru en að þú fáir einhvern til að liðsinna þér.

Kærleikskveðjur til þín duglega stelpa.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.7.2008 kl. 16:29

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gangi þér vel elsku vina

Heiða Þórðar, 18.7.2008 kl. 20:49

8 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Vildi bara senda þér hvatningarkveður og verð líka að viðurkenna að ég er pínu forvitin um hvað þú ert að læra í fjarnámi.

Gangi þér vel og haltu áfram að setja þér markmið og fylgja eftir draumum þínum.

Sólveig Klara Káradóttir, 18.7.2008 kl. 21:27

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Sæl frænka.

Ég vona að þetta mikla afrek hjá Höllu Rut verði til þess að þú fáir liðveislu. Þetta hlýtur að geta verið ágætt fyrir fólk að fá laun og geta notið samvista við þig í leiðinni. Slæmt að ég skuli vera svona langt frá þér. Það væri nú fjör að fara með þér út á lífið. Allavega var fjör hjá okkur þegar ég heimsótti þig og mömmu þína.

Guð veri með þér kæra frænka.

Kær kveðja/Rósa


Rose GlitterGlitter Graphics

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2008 kl. 00:16

10 Smámynd: Anna Guðný

Sæl Elísabet!  Er að koma hér í fyrsta skipti. Ég bý á Akureyri þannig að því miður get ég ekki sjálf aðstoðað þig en mun setja inn á síðuna mína beiðnina eins og hún hljóða hjá höllu Rut.

Gangi þér vel

Anna Guðný , 19.7.2008 kl. 00:24

11 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég vona að þú fáir liðveislu sem fyrst og meira!!!!!! Ég veit að nú fer eitthvað gott að gerast í þínum málum....Knús Ég ætla að bæta þér í bloggvinasafnið mitt og vona að þú takir bónorðinu

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 19.7.2008 kl. 01:23

12 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Sæl Elisabet .Mikið er gaman að rekast á þig hér við vorum saman í barnaskóla,veit ekki hvort þú manst eftir mér en alla vega er gaman að rekast á gamla félaga og sjá að þeim vegni vel. Gangi þér sem best Elisbet mín, vonandi finnur þú liðveislu sem allra allra fyrst :)

Kærleikskveðja

Guðrún Hauksdóttir, 19.7.2008 kl. 11:25

13 Smámynd: egvania

Sæl Elísabet, ég hef ekki áður komið við hér á blogginu þínu. Minn draumur er alltaf að geta sest á kaffihús með góðum vinum og er svo heppin að hann rætist stundum.

Ég óska þér alls góðs og vona að þú fáir góða manneskju með þér.

Kærleiks kveðja Ásgerður      Circle Of Hearts 





egvania, 19.7.2008 kl. 11:50

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Elísabet fyrir að tak minni bloggvinabeiðni, vona að þú látir okkur vita er þú færð einhverja liðveislu, og ég bara trúi ekki öðru.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 16:46

15 Smámynd: Halla Rut

Ef þetta virkar ekki þá finnum við önnur ráð. Ég er ekki þekkt fyrir að gefast upp.

Halla Rut , 19.7.2008 kl. 19:09

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það væri líka ráð að endurtaka þetta í vikunni, stelpur,
tel að það sé alveg fullt af fólki sem mundi vilja vinna smá, en er ekki búið að
átta sig á hvað það getur gert mikið gagn og gaman með slíkri vinnu bæði fyrir sjálfan sig og þá sem þeir vinna fyrir
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 19:29

17 identicon

Hæ, Elísabet, ég veit ekki hvort þú manst eftir mér en ég bjó á móti þér í Strandaselinu um tíma (dóttir hennar Ninnu)

Ég sá á síðunni hennar Höllu Rut auglýsinguna um liðveisluvöntunina.Langar að benda þér á Lög um málefni fatlaðra (en þú ert kannski kunnug þeim nú þegar) en þar kemur fram að þú átt fullan lagalegan rétt á að njóta liðveislu og það er Svæðisráð fatlaðra sem ætti að auglýsa opinberlega ef þeim vantar fólk á skrá í staðinn fyrir að láta fólk bíða svona. Mér finnst þetta alveg ótækt. Engu að síður vil ég óska þér góðs gengis með þetta allt saman og ég er viss um að liðveislan er ekki langt undan og það verður góð manneskja sem verður fyrir valinu (sendi bæn fyrir þig út í samfélagið - það hefur virkað fyrir mig í mörgu)

Bið að heilsa mömmu þinni og hafið það sem allra best ;)

kv.

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sigmarsdóttir
Elísabet Sigmarsdóttir

Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum, börnum og eldamensku. Ég hef ferðast töluvert.t.d til Nýja Sjálands sem var alveg æðislegt, er mjög ánægð með að hafa gert það áður en ég þurfti að láta undan þróskunni og setjast alveg í hjólastól en það eru 10 ár síðan ég þurfti að gera það , sama ár og ég fór og ég kom heim frá NZ.

esigmarsdottir@simnet.is

------------------------------------

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Smelltu á þetta...

Ég er hér, kýktu<<<<<<<<<<

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband