30.7.2008 | 19:07
Allgert hugsunarleysi
Nú seinnipartinn í dag skruppum við mamma yfir til hennar og ætluðum að sóla okkur þar , því að þar er Mallorka. En það var ljón í veginum . Þ.e heill bíll. Hann var meira en hálfur upp á stéttinni í stað þess að vera út á plani sem var nær autt. Ég sá mér ekki annað fært en að hringja í lögregluna og biðja um aðstoð. Þeir voru fljótir á staðinn. Það náðist ekki í eiganda bílsins. Þeir sektuðu bílstjórann þannig að buddan hans léttist all verulega.
Við mamma gátum ekki verið eins lengi og við ætluðum hjá henni þar sem það var svo ofboðslega heitt og á heimleið sáum við að bíllinn var enn á stéttinni þannig að ég hringdi aftur og sömu menn komu , ég þurfti ekki að bíða lengi.
Það skal tekið fram að reyndi að fara á milli bílsins og girðingarinnar sem af markar lóð og stétt en það var ekki sénss að komast á milli. Ég tók meira að segja eftir því á heimleið að það voru ljós á bílnum.
Mér fynnst að fólk þurfi að hugsa aðeins áður en það stekkur bara út úr bílunum og jafnvel slekkur á símunum sínum eins og eigandi þessa bíls gerði , nema að bílstjórar vilji eiga það yfir sér að fá háar sektir!!!!!!
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Alexandra Guðný Guðnadóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Ásgeir Páll Ágústsson
-
Bergrún Ósk Ólafsdóttir
-
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
-
Bergur Thorberg
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Brynja skordal
-
egvania
-
Ein-stök
-
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
-
Ellý
-
Ellý Ármannsdóttir
-
Erna Sif Gunnarsdóttir
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Friðjón R. Friðjónsson
-
Grétar Örvarsson
-
Guðrún Hauksdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Gúnna
-
Heiða B. Heiðars
-
Heiða Þórðar
-
Halla Rut
-
Heidi Strand
-
Hulda Sigurðardóttir
-
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Jens Guð
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Jakob Kristinsson
-
lady
-
Karl Tómasson
-
Kristveig Björnsdóttir
-
Maddý
-
Margrét Sverrisdóttir
-
Morgunblaðið
-
Ragnheiður Sigfúsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Rannveig H
-
Steinunn Camilla
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Sigrún Sigurðardóttir
-
Sölvi Breiðfjörð
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
sur
Tenglar
Mínir tenglar
- Einstök börn Félag barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma
- Bæjarins besta
- Mnd Mnd félagið á Íslandi
Bloggararnir mínir
- Elín Bjjörk Veðurfræðingurinn góði
- Eva Dögg vinkona
- Gaui og fjölskylda Þetta er BARA frábær fjölskylda
- Palli Mjög góður maður
- Þórunn Góð vinkona og konan hans Palla
Athugasemdir
Þvílíkur dónaskapur, sumir ættu nú ekki að hafa bílpróf.
Hitinn er nú slíkur hér hjá okkur að eigi er líft fyrir mig að vera úti svo ég held mér bara inni þeim megin í húsinu sem er engin sól.
Knús til þín Elísabet
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2008 kl. 19:41
Sælar stelpur.
Hér var þoka í morgunn og einnig í kvöld. Það létti aftur á móti í dag og það var sólskin í einhvern tíma en við þurftum ekki að forða okkur inní hús.
Slæmt að heyra með bílstjórann. við gleymum oft að hugsa um þá sem eru fatlaðir og eins þeir sem eru blindir og þekkja sig til en svo er aðskotahlutir að þvælast á gangstéttunum. Þekki eitt sinn blindan mann sem kvartaði mikið undan þessu.
Elísabet, þú stóðst þig vel að láta vita. Vona að bílstjórinn og við öll lærum af þessu.
Það er aldeilis nýtt útlit hjá þér. Vona samt að myndin frá Ísafirði stækki á nýjan leik. Myndin er svo flott.
Guð veri með ykkur mæðgunum.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.7.2008 kl. 23:57
Sæl og blessuð Elísabet,
það er leiðinlegt að lenda í svona vandræðum á besta degi sumarsins, vonandi áttar maðurinn sig á hvað hann olli þér miklum óþægindum og sér að sér í framtíðinni. Þið skulið njóta góða veðursins áfram, það er ekki gott að segja hvað það endist lengi.
Bestu kveðjur frá Portúgal
Þórunn
Þórunn Elísabet (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 09:57
Sæl Milla, já, þetta er þvílíkur dónaskapur nema að ökumaðurinn sé lamaður, en svo er nú ekki í þessu tilfelli . Ég vil meina að þetta sé helber leti og auðvitað á hann ekki að vera með bílpróf
Hér í RVK var mjög heitt í gær, en hitametið var ekki slegið eins og alltaf er verið að tala um í útvarpi og sjónvarpi ,þegar ég var 4 -6 ára fór mælar veðurstofunnar í 27 gráður .
Rósa, þegar ég lendi í svona að ég kemmst ekki áfram því að bílar eru upp á stéttum þá hrinngi ég alltaf í lögregluna, ég get ekki annað . Ef fólk ekki hugsar að það er að leggja ólöglega og það er fullt af fólki í hjólastól þá er það bara sekt ef það er svo "heppið" að allavega ég er á ferðinnni.
Sæl Þórunnn,já það er leiðinlegt að þurfa að lenda í þessu árið 2008, fólk á að vera farið að hafa hugsun að í dag eru hjólastólar allstaðar, sérstaklega á gangstéttum
Elísabet Sigmarsdóttir, 31.7.2008 kl. 15:02
Sæl og blessuð.
Ákveðin kjarnakona hún frænka mín. Lýst vel á. Við erum greinilega svolítið líkar.
Bið að heilsa frænku.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.7.2008 kl. 18:39
Sæl Elísbet, mér fynnst þetta algjört tillitleysi, vonandi kann þessi maður að skammast sín.
Kærleikskveðja
Kristín Gunnarsdóttir, 1.8.2008 kl. 08:02
Rósa, það þýðir ekkert að leyfa þeim sem gleyma að hugsa og hefta mig og fleiri . Ef þetta ekki bara , þrjóskan okkar?
Kristín,já ég vona að maðurinn skammist sín þegar hann sá sektarmiðan. Ég var nærri búin að lenda í þessu í dag. Þá var jeppi álveg upp á stéttinni en þegar ég er að ná í síman kom kunningja kona mömmu út og sú fékk að heyra það. Ég spurði hana af hveju hún með heilar fætur legði þarna? Svarið var ,ég hugsaði ekki ,ég var að bera dót inn. Ég sagði henni að það væri engin afsökun því að bílastæðið væri rétt hjá hún væri bara að spar sér örfá skref og sagði henni svo að ég hefði verið að taka upp síman til að hringja í lögregluna til að ég kæmist leiða mynna og ef þeir hefðue sektað hana væri það ekkert lág upphæð. Konu greyið fór alveg í flækju sem er allt í lagi, skammaðit sín og færði jeppan.
Elísabet Sigmarsdóttir, 1.8.2008 kl. 19:12
Já, þetta er óþolandi Elísabet. Hugsaðu þér bara hvað heimur margra er þröngur.
Halla Rut , 2.8.2008 kl. 13:27
Heimur þessa bílstjóra var allavega mjög þrönur Halla mín og vona ég að hann fari að hugsa sinn gang .
Elísabet Sigmarsdóttir, 4.8.2008 kl. 10:54
Sæl Elisabet.
Já.þetta er ekki fallegt til afspurnar. Hér í mínu hverfi Grafarholtinu nánr tiltekið Þorláksgeisla er þetta orði vandræðaástand.
Jafnvel hin hinn heilbrigði á erfitt um vik ef hann ætlar í göngutúr á gangstéttinni, vegna ARAGRÚA BÍLA af öllum stærðum og gerðum með og án aftaní-vagna og húsa,sem er lagt þvers og kurs uppá gangstéttarnar.Þetta er orðinn faraldur!
Ég ætla bráðum að birta myndir af þessum ófögnuði.
Gangi þér sem best.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 02:14
Alveg með ólíkindum hvað fólk getur verið ruglað í umferðinni og hugsunarlaust.
Ía Jóhannsdóttir, 5.8.2008 kl. 10:21
Nei, þói, þetta er ekki fallegt til afspurnar, sama hvort hreyfihamlaðir eiga leið um eða ekki þetta á bara ekki að líðast. Við sem erum svo ólánsöm að vera í stól og lenda í svona eigum higstalaust að hringja í lögregluna.
Sæl Ía já, fólk hugsar kanski þegar það verður fyrir einhverju svona sjálft eða nánustu ættingja
ladyVally, Þetta var gott hjá þér
Elísabet Sigmarsdóttir, 7.8.2008 kl. 22:10
Mér finnst unga fólkið latast. Það mundi aka inní verslanirnar ef dyrnar væru nægjilega stórar
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.