3.9.2008 | 18:07
Hver verður nætsur??
3.9.2008 | 13:05
Soffía
Veikindi og erfiðleikar gera sjaldnast boð á undan sér, það fær hún Soffía sem er kona á fertugsaldri að reyna þessa dagana, hún þarf á hjálp okkar og fyrirbænum að halda
Soffía greindist með æxli í höfði í byrjun Ágústmánaðar, Soffía og börn hennar þrjú voru í sumarbústað austur á landi. Og þá fór meinið að gera vart við sig með sjónsviðsskerðingu á vinstra auga, svima og ljósfælni. Þrátt fyrir öll þessi einkenni tókst henni til allrar guðs lukku að koma sér og börnunum heim í Hafnarfjörðinn heilu og höldnu. Þegar heim var komið fóru einkennin versnandi og á endanum fór Soffía uppá bráðavakt, þar sem gerðar voru rannsóknir og höfuðmynd tekin. Á þeirri mynd sáu læknarnir eitthvað sem krafðist frekari athugunar. Daginn eftir var hún send í segulóm myndatöku, og þá kom í ljós að um æxli væri að ræða. Aðeins viku eftir greiningu gekkst Soffía undir stóra aðgerð sem tók 7 tíma, aðgerðin gekk vel en einungis var hægt að fjarlægja helminginn af æxlinu. Sýni sem tekin voru sýndu að næsta skref yrði geislameðferð og hefst hún að viku liðinni. Soffía er enn með skert sjónsvið og ljós og minnsti hávaði fara illa í hana. Soffía á 3 börn, 21 árs gamla dóttur og 2 syni 6 ára og 9 mánaða. Maður hennar og faðir barna hennar lést fyrir ári síðan í bílslysi og hét hann Jóhannes Örn.
Soffía dvelst enn á sjúkrahúsi og óvíst hvenær hún fær að fara heim, hún verður óvinnufær um óákveðinn tíma, hún hefur starfað sem húsvörður í blokk og búið í húsvarðaríbúðinni. Það er því ljóst að hún mun verða húsnæðislaus og atvinnulaus með börnin sín þrjú.
Stofnaður hefur verið reikningur til styrktar fjölskyldunni og er hann sem hér segir Reikningsnúmer: 0140-05-14321 kennitala: 161069-3619
ath: kennitalan var röng en núna er hún komin í lag
Ég hvet fólk að setja þessa færslu inn hjá sér því hver veit hver er næstur????
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Alexandra Guðný Guðnadóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Bergrún Ósk Ólafsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Bergur Thorberg
- Bergljót Hreinsdóttir
- Brynja skordal
- egvania
- Ein-stök
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Ellý
- Ellý Ármannsdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Friðjón R. Friðjónsson
- Grétar Örvarsson
- Guðrún Hauksdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gúnna
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Halla Rut
- Heidi Strand
- Hulda Sigurðardóttir
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Jens Guð
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jakob Kristinsson
- lady
- Karl Tómasson
- Kristveig Björnsdóttir
- Maddý
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Rannveig H
- Steinunn Camilla
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigrún Sigurðardóttir
- Sölvi Breiðfjörð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- sur
Tenglar
Mínir tenglar
- Einstök börn Félag barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma
- Bæjarins besta
- Mnd Mnd félagið á Íslandi
Bloggararnir mínir
- Elín Bjjörk Veðurfræðingurinn góði
- Eva Dögg vinkona
- Gaui og fjölskylda Þetta er BARA frábær fjölskylda
- Palli Mjög góður maður
- Þórunn Góð vinkona og konan hans Palla
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Kæra frænka.
Fallegt af þér að hjálpa Guðrúnu Sæm. að segja fólki frá Soffíu og börnunum hennar.
Við trúum á kraftaverk.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.9.2008 kl. 18:15
Það er alveg lágmark að hjálpa eins og maður getur , ég vona bara að þetta hafi eitthvað að segja og fólk leggi eitthvað að mörkum .Láti einnig færsluna ganga.
Elísabet Sigmarsdóttir, 3.9.2008 kl. 18:32
Sæl aftur.
Ég lagð inní banka einhverja þúsundkalla en ég mun ekki birta pistilinn vegna þess að ég er að fara að heiman á sunnudaginn og verð meira og minna í burtu í 5 vikur.
Guð veri með þér.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.9.2008 kl. 19:15
Ég er með smá tillögu, fjölskylda sem borðar pizzu, sleppi einni úr og leggi andvirði inn á reikning Soffíu og fjölsk. Eða bara sleppa skindibitamáltíð fjölskildunnar . Þv márgt smátt gerir eitt stórt og svona getum við auðveldað Soffíu og börnum lífið peningalega séð ef allir taka sig sig saman
Elísabet Sigmarsdóttir, 3.9.2008 kl. 19:48
Elsku Elísabet ég mun setja þetta á síðuna mína, ætlar þú að leifa okkur að fylgjast með líðan hennar,mun biðja fyrir henni.
Kærleikskveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.9.2008 kl. 06:29
Sæl Elísabet !
Takk fyrir síðast Þetta eru hörmungarfréttir af henni Soffíu,ég mun leggja einhvað af mörkum,ásamt einlægri von um bata.
Rannveig H, 4.9.2008 kl. 09:42
Elísabet mín það eru skilaboð til þín.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.9.2008 kl. 10:21
Þetta er mikil sorgarsaga. Ég mun leggja eitthvað af mörkum.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.9.2008 kl. 21:46
Svo sannarlega veit enginn hver er næstur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2008 kl. 10:12
Biðjum fyrir Soffíu og börnunum hennar
Sigrún Sigurðardóttir, 5.9.2008 kl. 20:14
hjartans þakkir Elísabet
Guðrún Sæmundsdóttir, 5.9.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.