Leita í fréttum mbl.is

Fæ ekki næga sjúkraþjálfun

Jæja kæru bloggvinir nú er loks komið að færslu sem þýðir að ég er ekki hætt að blogga eins og margir halda. Nei, eins og fyrri daginn er bara svo mikið að gera hjá mér. Ég er alltaf á leiðinn að skrifa færslu en þá er kanski að gera eithvað annað í tölvunni og ætla að geyma það smá og svo verð ég svo þreytt að ég verð oftast að leggja mig. Ég er nefnilega búin að vera í sjúkraþj. 3 í viku í ár ca. En Tryggingastofnun samþykkti bara 2 x sinnum og nú er komin sá tími að skiptunum verður að fækka út af beiðninni. Þetta er alveg fáranlegt þar sem sótt er um 3 svar í viku og læknirinn minn sem hefur þekkt mig í yfir 30 ár rökstutti vel ástæðuna fyrir því af hverju ég þarf svona mörg skipti.

Ég er búin að vera í sjúkraþjálfun í 20 ár og má alldrei taka hlé eins og langflestir gera. Frí eins og Páskafrí og Jólafrí eru mér afar erfið einnig er erfitt er ég missi úr tíma vegna veikinda.það er verið að halda mér við, það er líkamanum. Þegar ég byrjaði gekk ég við hækjur en í dag er í hjólastól sem gengur fyrir hjálparmótor. Sjúkdómurinn minn er þess eðlis að mér fer aftur með árunum . Smá dæmi, ég held ekki á síma lengur. En er ekki að kvarta, Sérfræðingurinn minn mun fara í þetta mál og sjá til þess að ég fái mín 3 skipti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

það er alltaf sparað á vitlausum stöðum !!

Ragnheiður , 25.3.2009 kl. 08:34

2 Smámynd: egvania

Ég tek undir með Ragnheiði.

Þetta er svívirða og ekkert annað manneskja með þinn sjúkdóm á að fá alla þá þjónustu sem þarf.

Ég er líka í sjúkraþjálfun x2 í viku allt árið fyrir utan þessi hefðbundnu frí sem bæta ekki ástandið.

Ég er heppnari en þú það er ekki hægt að bera okkur saman í því svo er til fólk sem ekkert er að en er á bótum fullfært um að vinna.

Þekkti eina sem gerði hreint hjá sér oft á ári loft jafnt sem gólf, hún hafði heimilishjálp, bílastyrk og allt það sem hún vissi að væri í boði.

Kveðja

egvania, 25.3.2009 kl. 13:17

3 identicon

Gott að sjá að þú heldur áfram að skrifa þegar þú getur. En ljótt að heyra með sjúkraþjálfunina. Vonandi kemst gott lag á þetta aftur hjá þér. Heyrumst á msn.

Þórunn

Þórunn Elísabet (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:03

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra frænka

Sorglegt að heyra. Það er verið að spara við þá sem eru sjúkir og minna mega sín á meðan forráðamenn sólunduðu peningum almennings í eigin þágu.

Hefur þú hugleitt að hitta heilbrigðismálaráðherra?

Ég vona að þú fáir leiðréttingu á þessu.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.3.2009 kl. 23:17

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Elísabet mín vonandi tekst lækninum þínum að fá því framgengt að þú haldir þínum 3 tímum áfram.  Knús á þig elskuleg mín og gangi þér vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 12:07

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vona ég bara að lækninum takist það þú leifir okkur að fylgjast með elsku Elísabet mín.
Ljós og kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 20:02

7 Smámynd: egvania

Elísabet mín ég var að vonast til að lesa hér að þú hefðir fengið lausn á þínu máli.

egvania, 3.4.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sigmarsdóttir
Elísabet Sigmarsdóttir

Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum, börnum og eldamensku. Ég hef ferðast töluvert.t.d til Nýja Sjálands sem var alveg æðislegt, er mjög ánægð með að hafa gert það áður en ég þurfti að láta undan þróskunni og setjast alveg í hjólastól en það eru 10 ár síðan ég þurfti að gera það , sama ár og ég fór og ég kom heim frá NZ.

esigmarsdottir@simnet.is

------------------------------------

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Smelltu á þetta...

Ég er hér, kýktu<<<<<<<<<<

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband