Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Bloggvinir

Glitter Graphics

Hello Glitter Pictures

Það hefur verið mikið að gera hjá mér í sumar þó að engin séu ferðalögin og fyrir vikið hef ég vanrækt bloggvini mína sem mér þykir afar leiðinlegt. Eins áður hefur komið framm hér á blogginu mínu er ég í fjarnámi, sem gengur hægt í góða veðrinu en nú er bara að taka sig  í næstu rigningu .Verð vonandi duglegri við þetta og að heimsækja bloggvini mína.


Vantar þig vinnu , aukavinnu?

Og ert 20 ára eða eldri, mig vantar liðveislu. Nánari upplýsingar í síma 587 - 6278

Góð kveðja,

Elísabet


Þjóðhátiðar dagurinn

Ég óska Íslendingum öllum hvar sem er í heiminum til hamingju með daginn.

Ísl. fáninn

Vona ég að landsmenn njóti dagsins.


Rósa frænka í heimsókn

Jæja þá er komið að því að blogga , heldur langt síðan síðast, helsta ástæðan sumar. Ég hef alldrei verið dugleg að blogga á þeim árstíma,en ég ætla að reyna að gera betur en þetta.

Seinni partin á Föstudaginn var kom Rósa Aðalsteinsdóttir bloggvinur minn og frænka í heimsókn ,vorum við að hittast í fyrsta skipti þar sem við kynntumst hér á blogginu. Það var mjög gamana að hitta hana. Hún er mjög hress og skemmtileg , segir skemmtilega frá. Hún borðaði hjá okkur og var þetta yndisleg kvöldstun sem ég hefði ekki viljað missa af

 

IMG_1368

Rósa og mamma(Katý)

IMG_1383

Svona lítum víð nú út


JET BLACK JOE Tónleikarnir - loksins

Já, nú er langt síðan ég hef getað látið heyra í mér. En þó liðnar séu 2 vikur síðan ég fór á tónleikana méð JET BLACK JOE þá verð ég að segja ykkur frá þessari frábæru upplifin. Palli byrjaði að syngja nokkur lög af sínum sólóferli , alveg meiriháttar. Á meðan Palli fór í rokkgallan , söng Edgar Smári nokkur lög. Svo komu Palli , Gunni Bjarni og restin af JET BLACK JOE . Þetta voru alveg frábærir tónleikar. þeir tóku öll gömlu góðu lögin . En hápúnkturinn var þegar hún frænka mín steig á svið ,það brjálaðist allt, enda hefur Sigga Guðna alldrei sungið Freedom opinberlega áður. 

Fyrir mér voru 2 hápunktar á þessum tónleikum þar sem ég fékk að fara bakvið og hitta Palla frænda minn og hana Siggu mína, þetta var þvílik uplifun og þakka ég Siggu fyrir að koma þessu fyrir . Ég hitti fullt af fólki sem ég hefði ekki hitt , sumt hafði ég séð áður sumt hitt en sumt alldrei séð og mun alldei sjá.

Cris sem kom með mér sem aðstoðar maður gerði lítið annað en að taka myndir fyrir mig enda er mikið til af myndum frá þessum tónleikum en aðeins brot komið hér, hann lagaði líka þær sem þurfti að laga.


Höfundur

Elísabet Sigmarsdóttir
Elísabet Sigmarsdóttir

Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum, börnum og eldamensku. Ég hef ferðast töluvert.t.d til Nýja Sjálands sem var alveg æðislegt, er mjög ánægð með að hafa gert það áður en ég þurfti að láta undan þróskunni og setjast alveg í hjólastól en það eru 10 ár síðan ég þurfti að gera það , sama ár og ég fór og ég kom heim frá NZ.

esigmarsdottir@simnet.is

------------------------------------

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Smelltu á þetta...

Ég er hér, kýktu<<<<<<<<<<

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband