Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

JET BLACK JOE Tónleikarnir - loksins

Já, nú er langt síðan ég hef getað látið heyra í mér. En þó liðnar séu 2 vikur síðan ég fór á tónleikana méð JET BLACK JOE þá verð ég að segja ykkur frá þessari frábæru upplifin. Palli byrjaði að syngja nokkur lög af sínum sólóferli , alveg meiriháttar. Á meðan Palli fór í rokkgallan , söng Edgar Smári nokkur lög. Svo komu Palli , Gunni Bjarni og restin af JET BLACK JOE . Þetta voru alveg frábærir tónleikar. þeir tóku öll gömlu góðu lögin . En hápúnkturinn var þegar hún frænka mín steig á svið ,það brjálaðist allt, enda hefur Sigga Guðna alldrei sungið Freedom opinberlega áður. 

Fyrir mér voru 2 hápunktar á þessum tónleikum þar sem ég fékk að fara bakvið og hitta Palla frænda minn og hana Siggu mína, þetta var þvílik uplifun og þakka ég Siggu fyrir að koma þessu fyrir . Ég hitti fullt af fólki sem ég hefði ekki hitt , sumt hafði ég séð áður sumt hitt en sumt alldrei séð og mun alldei sjá.

Cris sem kom með mér sem aðstoðar maður gerði lítið annað en að taka myndir fyrir mig enda er mikið til af myndum frá þessum tónleikum en aðeins brot komið hér, hann lagaði líka þær sem þurfti að laga.


Tónleikarnir loksins í kvöld

Nú er sko spenna í loftinu!! Jet black Joe tónleikarnir sem ég er búin að bíða eftir í margar mán með Gospelkór Reykjavíkur eru í kvöld. Við Cris ætlum að mæta á staðinn og hlakka ég mikið til að heyra Palla frænda og Siggu frænku syngja ásamt öllum hinum sem koma framm. Sigga er nú að segja að Freedom verði öðruvísi útsett og fær hún gæsahún , þetta er mjög spennandi því að ég ásamt mörgum fleirum fáum gæsahúð að heira upprunalegu úgáfuna. Smile

Ég þurfti auðvitað að slasa mig fyrir viku ,laugardaginn fyrir Hvítasunnu og má ekkert gera en læt það ekki á mig fá. Sleppi þessu sko ekki. KEMUR EKKI TIL MÁLA!!!!!

Vonandi getur Cris tekið myndir fyrir mig


Mikið að gera, frá ýmsu að segja

Ansi hef ég staðið mig illa í þessu enda búið að vera mikið að gera og verður það áfram í sumar, sem betur fer. Bara í öðru, ég skráði mig í fjarnám í sept. sl. sem ég ekki getað sinnt sem skildi en nú verður sumarið að fara í námiðað krafti af sérstökum ásæðum sem ég get ekki talað um fyr en í Ágúst en er mjög spennanndi fyrir mig.

Á föstudaginn erum við Jónheiður að fara út að borða á Vin og Skel , ég hlakka mikið til ,hef alldrei farið þangað , bara heyrt vel talað um staðinn og á Föstugskvöldið er það toppurinn með fullri virðingu fyrir Vín og Skel, því þá er ég að fara á Stórtónleika Jet Black Joe og Gospelkór Reykjavíkur. Ég eigilnleg trúi ekki að það sé að koma að þessu ,ég er búin að bíða svo lengi eftir þeim en svona er að vera teyndur þeim sem koma framm.

Á helginni ætla ég að setja myndir í albúm frá síðustu helgi,ég á nokkrar myndir frá Ísl. meistara móti í samkvæmisdönsum þar sem Sigmar systur sonur minn keppti á laugardeginum í Latín og Sunnudeginum í standard og náðu hann og Klara daman hanns 2. báða dagana.


Kompás í kvöld, Einstök börn og Olíuhreinsunarstöð

Mig langar að hvetja alla til að horfa á Kompás þátt kvöldsins kl.21.50 á stöð 2 þar sem áfram verður fjallað um aðbúnað og aðstæður fatlaðra og langveikra og meðal annars er rætt við formann Einstakra barna Auði Árnadóttur.  Mér langar að segja ykkur að hún er Mamma hennar Freyju Harlds,Hvet alla til að fylgjast með og benda öðrum á þáttinn

Einnig verður fjallað um olíuhreinsunar stöðina sem sumir vilji að rýsi á Vestfjörðurðum. Þetta verður mjög athyglisverður þáttur.


Gleðilegt sumar

Ég óska lesendum mínum mínu hvar sem er í heiminum og landsmönnum öllum Gleðilegs sumars og vona að sumarið verði okkur nú ánægjulegt


Ragnar Þór

Nú líður óðum að Kompás þættinum á stöð 2 , ég veit að þetta er afar athyglisverður þáttur. Að þurfa að lifa svona lífi eins og fjölskylda Ragnars er erfitt en með þrautseigju foreldra hanns er hann nú amk,14 árum eldri en búist var við . SVONA ER SMA sem er taugahrörnunarsúkdómur


Kvet alla til að horfa á Kompás í kvöld

Ragnar Þór Valgeirsson þarf níu flugsæti ef hann vill ferðast til útlanda. Ragnar greindist með sjúkdóminn SMA, sem er sjaldgæfur taugahrörnunarsjúkdómur, þegar hann var rúmlega ársgamall.

Kompás hefur fylgst með lífi Ragnars Þórs og fjölskyldu hans um tveggja ára skeið, en álagið á fjölskyldunni er mikið. Og fjárútlátin einnig því fimm manna fjölskylda þarf fjórtán flugsæti til að komast til útlanda.

"Já, við erum stórkúnnar hjá Icelandair," segir Gyða Þórdís Þórarinsdóttir móðir Ragnars Þórs. Hún segir það skerða ferðafrelsi mikið fatlaðra einstaklinga, eins og Ragnars Þórs, að þurfa að greiða fullt verð fyrir níu flugsæti fyrir Ragnar. "Það er ekki á færi venjulegra fjölskyldna að fara til útlanda við svona aðstæður. Við sóttum um styrki til fyrirtækja svo okkur tækist að fara með strákinn til Ameríku,"segir Gyða.

Tekið af http://visi.is

Ragmar er í Einstökum börnum og kvet ég alla til að horfa á þáttinn í kvöld kl.21.50 á stöð 2


Söngvakeppni eða hvað ?

Í gærkveldi kom ég mér vel fyrir, fyrir framan sjónvarpið þar sem ég hélt að ég væri að fara að horfa á söngvakneppni framhalsskólanna, en mér fannst þetta bara skrípaleikur. Fyrir það fyrsta var keppnin 30 mín styttri en áætlað var , venjulega fara svona dagskrárliðir framúr áætlun Ég hafði nú á tifiningunni að dómnefnd vorkenndi keppanda Versló og þess vegna hefði hann fengið 1. sæti Hann getur ekki sungið og kann ekki á gítar . Sviðsframkoman var að sitja á stól . Helga Margrét Marselíusdóttir söng mjög vel ,hélt lagi og hafði góða sviðsframkomu ,hún keppti fyrir hönd MÍ , Sama má segja um MA, Fallegur söngur, fiðlur og fleiri hljóðfæri upp á sviði. Mjög vel sett upp hjá þeim að mínu mati. .Þessir tveir skólar komust ekki í úrslit.

Bjartur sem var kynnir á þessum skrípaleik var nú ekki til að bæta þetta.

Ég vil taka það fram að ég þekki engan keppanda

Þess má geta að ég hef alltaf horft á þessa keppni og haft gaman af þangað til í ár, vona að það verði bragabót á þessu


Bandið hanns Bubba

já, nú hlakka ég mikið til í kvöld, að fylgjast með Eyþóri, en ég er búin að fylgjst  með honum frá byrjun . Í fyrsta þættinum heyrði ég hvað hann er ofboðdslega góður söngvari. Svo kom í ljós að hann á ekkert erfiðara með að syngja niðri frekar en rokk lögin . Þetta er mikill kostur fyrir söngvara. Margir eru annað hvort hátt uppi og syngja bara þannig lög og svo margir sem eru ekki með háa rödd.

_________________________________________________________________________________

Nú sit ég heima með aðkenningu að lungnabólgu,en þar sem ég  með astma er ég viðkvæmari fyrir að fá hana. Ég vonast til að geta aðeins farið út í næstu viku.


Aðgengi fyrir hreyfihamlaða

þið sem sáuð Kastljósið í kvöld sáuð væntanlega þegar Sölvi fréttamaður fór niður á  Suðurlandsbraut að ath. með bílastæði við fyrirtæki, staðan er ansi slæm og fólki virtist vera nokk sama þó að bíllinn væri allur upp á stéttinni eða hálfur upp á stétt. Það var talað við mann með barnavagn og var hann komin í æfingu með að fara með niður af stéttum . Ef Sölvi hefði náð tali af manneskju í hjólastól sem ekki kemst niður af stétt vegna þyngdar stóls er ekki víst að hinn sami væri glaðurShocking

Sem dæmi ef manneskja í hjólastól kemst ekki áfram vegna þess að bill er í veginum og stólinn of þungur til að fara út af stéttinni eða enhver önnur ástæða fyrir því að stóllinn kemst niður,á sá sem í stóllnum er að hringja í lögreglu og það svo það hennar að ákveða hvort eigandi er segtaður.

 

Mig langar að minna ykkur á Kompás þáttinn sem verður á Stöð 2 en þar verður formaður MND félagsins, einstæklingur frá  Einatökum börnum,

Farið verður yfir hjólastóla aðgengi niður í bæ


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Elísabet Sigmarsdóttir
Elísabet Sigmarsdóttir

Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum, börnum og eldamensku. Ég hef ferðast töluvert.t.d til Nýja Sjálands sem var alveg æðislegt, er mjög ánægð með að hafa gert það áður en ég þurfti að láta undan þróskunni og setjast alveg í hjólastól en það eru 10 ár síðan ég þurfti að gera það , sama ár og ég fór og ég kom heim frá NZ.

esigmarsdottir@simnet.is

------------------------------------

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Smelltu á þetta...

Ég er hér, kýktu<<<<<<<<<<

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband