Leita í fréttum mbl.is

Loksins færsla,jólapakki kom þann 8. jan

Hér átti að vera dagleg færsla eftir áramótin en það hefur farið aðeins úr skorðum , svolítið mikið að gera. Ég hef alveg staðið mig í sjúkraþjálfun þá meina ég að fara þrísvar í viku í salinn og gera æfingarnar mínar . Það hefur nefnileg viljað brenna við að ég hef sleppt salnum þar sem ég er búin að fá meir en nóg eftir 20 ára veru með þessum tækjum. En ég er með svo frábæran sjúkraþjálfa núna og er búin að hafa í ca. 11 ár að við sömdum ef ég geri æfingar er nóg að ég sé í 30 mín. í salnum og róderi tækjunum.

Í dag kom Jónheiður og bjargaði tölvumálum hér einu sinni enn ,ég var að kaupa mér webcam og heddsett fyrir borðtölvuna og svo var ýmislegt annað sem þurfti að stilla ,sem ég kunni auðvitað ekki.

Ég hef vanrækt þessa síðu ansi mikið en verð að kippa því í lag, það er bara eithvað svo mikið að gera þó engin sé vinnan, reyndar er sjúkraþj. ansi mikið púl fyrir minn kropp ef maður ætlar að ná árangri sem ég held að ég geri með því að gera þetta svona.

7. sl hætti ég að borða nammi eftir jólin , það bindindi stóð í sólahring því að , að kveldi 8. fékk ég jólapakkan frá Rósa frænda og Elwyn í Nýja Sjálandi og meðal annars í pakkanum var Cadury súkkulaði frá Nýja Sjálndi sem er miklu betra en þetta enska. Ég er ekki ein um að segja þetta . Það var fullt af súkkulði í pakkanum . TAKK FYRIR MIG..Nammmmm...... Mamma og Jóneiður eru líka búnar að smakka  og þeim fynnst þetta líka betra en það enska. Þannig að þetta hefur ekkert með ástfóstrið mitt á Nýja Sjálandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

egvania, 11.1.2009 kl. 02:24

2 identicon

Það er gott að hafa nóg að gera, hver sem vinnan er. Heppin varstu að fá þennan gómsæta pakka frá NZ, bara betra að hann kom þegar jólanammið var búið. Njóttu vel,

Þórunn

Þórunn Elísabet (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:19

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Borðaðu bara súkkulaðið á meðan það er til svo getur þú hætt, en allt í lagi um helgar.
Hvar er toppmyndin tekin ekki gott að sjá nema þetta sé inn í Tungudal.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sigmarsdóttir
Elísabet Sigmarsdóttir

Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum, börnum og eldamensku. Ég hef ferðast töluvert.t.d til Nýja Sjálands sem var alveg æðislegt, er mjög ánægð með að hafa gert það áður en ég þurfti að láta undan þróskunni og setjast alveg í hjólastól en það eru 10 ár síðan ég þurfti að gera það , sama ár og ég fór og ég kom heim frá NZ.

esigmarsdottir@simnet.is

------------------------------------

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Smelltu á þetta...

Ég er hér, kýktu<<<<<<<<<<

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband