Leita í fréttum mbl.is

Söngvakeppni eða hvað ?

Í gærkveldi kom ég mér vel fyrir, fyrir framan sjónvarpið þar sem ég hélt að ég væri að fara að horfa á söngvakneppni framhalsskólanna, en mér fannst þetta bara skrípaleikur. Fyrir það fyrsta var keppnin 30 mín styttri en áætlað var , venjulega fara svona dagskrárliðir framúr áætlun Ég hafði nú á tifiningunni að dómnefnd vorkenndi keppanda Versló og þess vegna hefði hann fengið 1. sæti Hann getur ekki sungið og kann ekki á gítar . Sviðsframkoman var að sitja á stól . Helga Margrét Marselíusdóttir söng mjög vel ,hélt lagi og hafði góða sviðsframkomu ,hún keppti fyrir hönd MÍ , Sama má segja um MA, Fallegur söngur, fiðlur og fleiri hljóðfæri upp á sviði. Mjög vel sett upp hjá þeim að mínu mati. .Þessir tveir skólar komust ekki í úrslit.

Bjartur sem var kynnir á þessum skrípaleik var nú ekki til að bæta þetta.

Ég vil taka það fram að ég þekki engan keppanda

Þess má geta að ég hef alltaf horft á þessa keppni og haft gaman af þangað til í ár, vona að það verði bragabót á þessu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hugs - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sæl frænka. Horfði ekki á söngvakeppnina en eigum við bráðum að taka saman lagið?

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.4.2008 kl. 00:45

2 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Sæl frænka,þú misstir ekki af neinu. Já, syngja saman, það færi ekki vel þar sem ég er vita laglaus, fór út í það að læra að syngja því að ekki vantar áhugan, en varð að hætta vegna lugnasjúkóms sem fór versnandi.Ég er mjög músikkölsk og hef gott tóneyra. En nú fer að koma að ég geti skrifað þér.

Elísabet Sigmarsdóttir, 14.4.2008 kl. 12:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sá þetta ekki, en er viss um að dóttir hennar Möggu hefur staðið sig vel.  Knús á þig inn í daginn Elísabet mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 15:26

4 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Já, Ía mín hún stóð sig mjög vel , tek á móti knúsinu og sendi þér að sjálfsögði annað til baka

Elísabet Sigmarsdóttir, 14.4.2008 kl. 16:05

5 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Svona er lífið  held það sé frekar erfitt að keppa í söng - því Guði sé lof fyrir það erum við öll með okkar eigin smekk !!

það er mitt álit  hef samt alltaf gaman af því að horfa á söngvakeppnir - en hef aldrei haft gaman af þessari keppni - alltof mikið um fólk sem getur hreint ekki haldið lagi -  því það er nú lágmark í að geta það ef maður ætlar að kalla sig söngvara eða hvað

knús og kossar

Sigríður Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 23:20

6 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Já, frænka, eins og Gummi Jóns segir er ekki hægt að keppa í söng en fékk samt frænda okkar og Palla Rósinkranz til að syngja fyrir sig eins og landinn er farinn að þekkja.

Fæstir í þessum keppnum halda lagi, en það er svona einn og einn innan um. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf haft gaman af þessari keppni.

Ég horfi á aðrar söngvakeppnir nema Eurvision ,horfi á okkar lag og stigagjöfina.

Elísabet Sigmarsdóttir, 16.4.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sigmarsdóttir
Elísabet Sigmarsdóttir

Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum, börnum og eldamensku. Ég hef ferðast töluvert.t.d til Nýja Sjálands sem var alveg æðislegt, er mjög ánægð með að hafa gert það áður en ég þurfti að láta undan þróskunni og setjast alveg í hjólastól en það eru 10 ár síðan ég þurfti að gera það , sama ár og ég fór og ég kom heim frá NZ.

esigmarsdottir@simnet.is

------------------------------------

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Smelltu á þetta...

Ég er hér, kýktu<<<<<<<<<<

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband